Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 28. nóvember 2024 21:15 Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun