XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 09:12 Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun