Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2024 21:42 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti á nýju flugbrautinni í Nuuk um þrjúleytið í dag. KNR Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, koma svífandi inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Mannfjöldi safnaðist saman í kringum flugvöllinn til að verða vitni að þessari fyrstu lendingu stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Flugmennirnir veifuðu grænlenska fánanum við komuna.KNR Ný 2.200 metra flugbraut var lögð í stað eldri 950 metra langrar brautar. Það þýðir að núna þurfa farþegar til og frá Nuuk ekki lengur að fljúga um Kangerlussuaq-flugvöll á leið sinni í þotuflug milli landa en áður gátu aðeins smærri flugvélar sérhæfðar fyrir stuttar brautir lent í Nuuk. Innileg ánægja skein úr andlitum fyrstu farþeganna.KNR Áður hafði flugvél Isavia ANS gert flugprófanir á nýju brautinni, sem búin er fullkomnum aðflugstækjum og ljósabúnaði fyrir báða brautarenda. Það gerir flugvélum kleift að lenda í myrkri og slæmu skyggni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ANS sá félagið um alla hönnun flugferla að vellinum sem og prófanir þeirra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengra myndband grænlenska sjónvarpsins KNR af komu þotunnar til Nuuk í dag: Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Airbus Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, koma svífandi inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Mannfjöldi safnaðist saman í kringum flugvöllinn til að verða vitni að þessari fyrstu lendingu stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Flugmennirnir veifuðu grænlenska fánanum við komuna.KNR Ný 2.200 metra flugbraut var lögð í stað eldri 950 metra langrar brautar. Það þýðir að núna þurfa farþegar til og frá Nuuk ekki lengur að fljúga um Kangerlussuaq-flugvöll á leið sinni í þotuflug milli landa en áður gátu aðeins smærri flugvélar sérhæfðar fyrir stuttar brautir lent í Nuuk. Innileg ánægja skein úr andlitum fyrstu farþeganna.KNR Áður hafði flugvél Isavia ANS gert flugprófanir á nýju brautinni, sem búin er fullkomnum aðflugstækjum og ljósabúnaði fyrir báða brautarenda. Það gerir flugvélum kleift að lenda í myrkri og slæmu skyggni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ANS sá félagið um alla hönnun flugferla að vellinum sem og prófanir þeirra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengra myndband grænlenska sjónvarpsins KNR af komu þotunnar til Nuuk í dag:
Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Airbus Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15