Hreggviður Hermannsson spilar því með Keflavík í Lengjudeildinni næsta sumar en ekki með Njarðvík.
Keflavík segir frá kaupunum á miðlum sínum en þeir eru þarna að endurheimta leikmann sem fór upp í gegnum unglingastarf félagsins.
Hreggviður er 24 ára gamall og er uppalinn Keflvíkingur. Hann hefur verið fastamaður í liði Njarðvíkinga frá árinu 2021.
Hreggviður er vinstri bakvörður sem getur leyst nokkrar stöður á vellinum.
Hreggviður lék fjórtán leiki með Njarðvík í Lengjudeild karla síðasta sumar og hefur alls spilað 33 leiki í B-deildinni þar af 30 þeirra fyrir Njarðvík.
Hreggviður lék síðast með Keflavík í Lengjubikarnum vorið 2021. Hann hefur einnig spilað fyrir Víði í C-deildinni.