Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:51 Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun