Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 13:50 Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun