Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun