Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 17:27 Á næstunni geta áhugasamir sótt um að vera landlæknir, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum eða sviðsstjóri Almannavarna. Svo er spurning hver verður yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar. Vísir/Vilhelm/Arnar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? Löggurnar og læknirinn Stærsta embættið sem losnar er án efa embætti landlæknis sem Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, hefur sinnt frá 2018. Alma hefur verið í leyfi frá því hún ákvað að bjóða fram krafta sín fyrir Samfylkinguna og hefur Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, sinnt embættinu í hennar fjarveru. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði og félagi Ölmu úr þríeykinu, náði kjöri í Suðurkjördæmi. Víðir var ekki ráðinn heldur settur í yfirlögregluþjónsstöðuna í upphafi kórónuveirufaraldurs og var síðan endurráðinn í september 2020. Þegar Víðir fór í leyfi vegna framboðsins í október tók Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, við stöðunni og mun væntanlega gegna henni þar til hún verður auglýst. Staðan hefur reyndar gengið undir nafninu sviðsstjóri almannavarna síðustu misseri. Það verða fleiri breytingar í lögreglunni af því Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, er snúinn aftur á þing eftir að hafa dottið út 2021. Hann var skipaður lögreglustjóri 1. apríl 2023 af Guðrúnu Hafsteinsdóttur og hefur því verið frekar stutt í embættinu. Þriðji lögreglumaðurinn sem komst inn í nótt er Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Væntanlega verður sú staða ekki auglýst sérstaklega heldur tekur einhver innan lögreglunnar við embættinu. Fyrrverandi borgarstjóri og tveir bæjarstjórar Þó nokkrir sveitastjórnarfulltrúar náðu einnig kjöri og mun brotthvarf þeirra væntanlega hafa þau áhrif að varafulltrúar verða að borgar- og bæjarfulltrúum. Stærsta nafnið þar er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem er í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Samfylkinguna. Brotthvarf hans úr borgarpólitíkinni markar töluverð tímamót en hann hefur verið í borgarstjórn frá 2002. Þar af var hann borgarstjóri í rúm tíu ár. Sjá einnig: Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Næststærsta nafnið úr sveitastjórnarpólitíkinni er Rósa Guðbjartsdóttir sem var í 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Hún hefur verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá 2006 og bæjarstjóri frá 2018. Hins vegar var þegar búið að ákveða að Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokks, tæki við sem bæjarstjóri næstu áramót. Annar bæjarstjóri sem komst á þing er Arna Lára Jónsdóttir sem hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðar frá því sumarið 2022. Hún hefur verið bæjarfulltrúi Í-listans frá 2006 og býr því einnig yfir mikilli reynslu af sveitastjórnarmálum. Dagur, Rósa og Arna Lára eru reyndir sveitastjórnarfulltrúar en það kemur maður í manns stað. Aðrir sveitastjórnarfulltrúar Dagur er ekki eini borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem náði kjöri, læknirinn Ragna Sigurðardóttir, sem er í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu, gerði það líka. Hún var í tíunda sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum 2022 og hefur komið inn sem varamaður. Aðrir sveitastjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar sem komust inn á þing eru Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem hefur verið oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi frá 2018, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu sem hefur verið bæjarfulltrúi í Ölfusi frá 2022 Kolbrún Baldursdóttir sem hefur verið í minnihluta í borginni fyrir Flokk fólksins frá 2018 komst líka á þing. Hún var í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og komst inn sem jöfnunarþingmaður. Borgarstjórn mun án efa finna fyrir brotthvarfi hennar. Þá hefur Pawel Bartoszek verið varaborgarfulltrúi Viðreisnar frá 2022 en kemur nú inn á þingið sem 2. þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ragna og Kolbrún hafa verið saman í borgarstjórn og úti á Nesi hefur Guðmundur barist við að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Skólameistari og aðstoðarskólastjóri Loks má nefna tvo nýja þingmenn sem koma úr menntakerfinu. Annars vegar Eydís Ásbjörnsdóttir, fráfarandi skólameistari Verkmenntaskólans á Austurlandi, sem skipaði 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og hins Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, sem skipaði 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og komst inn sem jöfnunarþingmaður. Jón og Eydís koma inn á þing úr menntakerfin. VA er ekki eini verkmenntaskólinn sem hefur komið við sögu í kosningunum. Eins og frægt er lenti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, upp á kant við Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara VMA, þegar hann hafði verið með fíflalæti í skólanum. Sigmundur uppnefndi Sigríði svo Samfylkingaraktívista í kjölfarið vegna þess að hún hafði verið í 22. sæti á framboðslista flokksins 2022. Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Eydís Ásbjörnsdóttir hefði verið skólameistari VMA en ekki VA og að búið væri að ráða í stöðu skólameistara VA. Það hefur verið leiðrétt. Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Seltjarnarnes Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Löggurnar og læknirinn Stærsta embættið sem losnar er án efa embætti landlæknis sem Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, hefur sinnt frá 2018. Alma hefur verið í leyfi frá því hún ákvað að bjóða fram krafta sín fyrir Samfylkinguna og hefur Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, sinnt embættinu í hennar fjarveru. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði og félagi Ölmu úr þríeykinu, náði kjöri í Suðurkjördæmi. Víðir var ekki ráðinn heldur settur í yfirlögregluþjónsstöðuna í upphafi kórónuveirufaraldurs og var síðan endurráðinn í september 2020. Þegar Víðir fór í leyfi vegna framboðsins í október tók Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, við stöðunni og mun væntanlega gegna henni þar til hún verður auglýst. Staðan hefur reyndar gengið undir nafninu sviðsstjóri almannavarna síðustu misseri. Það verða fleiri breytingar í lögreglunni af því Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, er snúinn aftur á þing eftir að hafa dottið út 2021. Hann var skipaður lögreglustjóri 1. apríl 2023 af Guðrúnu Hafsteinsdóttur og hefur því verið frekar stutt í embættinu. Þriðji lögreglumaðurinn sem komst inn í nótt er Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Væntanlega verður sú staða ekki auglýst sérstaklega heldur tekur einhver innan lögreglunnar við embættinu. Fyrrverandi borgarstjóri og tveir bæjarstjórar Þó nokkrir sveitastjórnarfulltrúar náðu einnig kjöri og mun brotthvarf þeirra væntanlega hafa þau áhrif að varafulltrúar verða að borgar- og bæjarfulltrúum. Stærsta nafnið þar er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem er í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Samfylkinguna. Brotthvarf hans úr borgarpólitíkinni markar töluverð tímamót en hann hefur verið í borgarstjórn frá 2002. Þar af var hann borgarstjóri í rúm tíu ár. Sjá einnig: Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Næststærsta nafnið úr sveitastjórnarpólitíkinni er Rósa Guðbjartsdóttir sem var í 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Hún hefur verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá 2006 og bæjarstjóri frá 2018. Hins vegar var þegar búið að ákveða að Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokks, tæki við sem bæjarstjóri næstu áramót. Annar bæjarstjóri sem komst á þing er Arna Lára Jónsdóttir sem hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðar frá því sumarið 2022. Hún hefur verið bæjarfulltrúi Í-listans frá 2006 og býr því einnig yfir mikilli reynslu af sveitastjórnarmálum. Dagur, Rósa og Arna Lára eru reyndir sveitastjórnarfulltrúar en það kemur maður í manns stað. Aðrir sveitastjórnarfulltrúar Dagur er ekki eini borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem náði kjöri, læknirinn Ragna Sigurðardóttir, sem er í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu, gerði það líka. Hún var í tíunda sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum 2022 og hefur komið inn sem varamaður. Aðrir sveitastjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar sem komust inn á þing eru Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem hefur verið oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi frá 2018, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu sem hefur verið bæjarfulltrúi í Ölfusi frá 2022 Kolbrún Baldursdóttir sem hefur verið í minnihluta í borginni fyrir Flokk fólksins frá 2018 komst líka á þing. Hún var í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og komst inn sem jöfnunarþingmaður. Borgarstjórn mun án efa finna fyrir brotthvarfi hennar. Þá hefur Pawel Bartoszek verið varaborgarfulltrúi Viðreisnar frá 2022 en kemur nú inn á þingið sem 2. þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ragna og Kolbrún hafa verið saman í borgarstjórn og úti á Nesi hefur Guðmundur barist við að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Skólameistari og aðstoðarskólastjóri Loks má nefna tvo nýja þingmenn sem koma úr menntakerfinu. Annars vegar Eydís Ásbjörnsdóttir, fráfarandi skólameistari Verkmenntaskólans á Austurlandi, sem skipaði 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og hins Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, sem skipaði 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og komst inn sem jöfnunarþingmaður. Jón og Eydís koma inn á þing úr menntakerfin. VA er ekki eini verkmenntaskólinn sem hefur komið við sögu í kosningunum. Eins og frægt er lenti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, upp á kant við Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara VMA, þegar hann hafði verið með fíflalæti í skólanum. Sigmundur uppnefndi Sigríði svo Samfylkingaraktívista í kjölfarið vegna þess að hún hafði verið í 22. sæti á framboðslista flokksins 2022. Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Eydís Ásbjörnsdóttir hefði verið skólameistari VMA en ekki VA og að búið væri að ráða í stöðu skólameistara VA. Það hefur verið leiðrétt.
Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Seltjarnarnes Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira