Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 21:36 Sigmundur Davíð og Bjarni sögðust báðir auðveldlega geta myndað ríkisstjórn en eðlilegt væri að Kristrún fengi fyrst tækifæri til að gera það. Samfylkingin sé stærsti flokkurinn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02
„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent