Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 19:33 Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini var kát þegar börnin mættu aftur í leikskólann í morgun. Vísir/Bjarni Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01