Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 07:03 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira