Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar 3. desember 2024 11:01 „Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjördæmaskipan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun