Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 13:25 Halla Gunnarsdóttir hefur tekið við af Ragnari Þór. VR Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður VR. Hann var sem kunnugt er kjörinn á Alþingi á laugardag. Halla Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur þegar við starfinu ef honum. Þetta segir í tilkynningu frá VR á Facebook. Ragnar Þór tilkynnti í lok október að hann myndi taka sér tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fram að alþingiskosningum. Nú er ljóst að hann kemur ekki aftur til starfa. Halla hefur setið sem formaður tímabundið hingað til. Settist í stjórn skömmu eftir hrun Í tilkynningu á vef VR segir að Ragnar Þór hafi fyrst verið kjörinn í stjórn VR snemma árs 2009, örskömmu eftir efnahagshrunið og á miklum umrótatímum. Árið 2017 hafi hann verið kjörinn formaður og verið endurkjörinn í þrennum kosningum síðan þá. Ragnar Þór hafi leitt VR í gegnum þrenna kjarasamninga og ýmsar mikilvægar breytingar á þjónustu og starfsemi félagsins. Þar á meðal megi nefna stofnun Blævar – íbúðafélags sem muni afhenda sínar fyrstu íbúðir í upphafi nýs árs og marka þannig þáttaskil í húsnæðismálum. Kveður með stolti og söknuði „Ég kveð VR með bæði stolti og söknuði. Ég hef starfað með einstökum hópi bæði kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Skrifstofa VR er afar öflug og sem formaður hef ég notið góðs af þeirri fagmennsku sem einkennir öll hennar störf. Ég ber fullt traust til sitjandi stjórnar félagsins og nýs formanns og óska þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ er haft eftir Ragnari Þór. „Fyrir hönd bæði stjórnar og skrifstofu VR færi ég Ragnari Þór Ingólfssyni bestu þakkir fyrir hans störf í þágu félagsins sem spanna nær sextán ár. Hann hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks og almannahagsmuna og verður það áfram í mikilvægum störfum á nýjum vettvangi. Ég tek við góðu búi og við munum halda sterkum tengslum til að vinna áfram saman að hagsmunum okkar félagsfólks. Ég óska Ragnari alls góðs í störfum sem hans bíða núna á nýkjörnu Alþingi,“ er haft eftir Höllu. Stéttarfélög Alþingi Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Vistaskipti Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá VR á Facebook. Ragnar Þór tilkynnti í lok október að hann myndi taka sér tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fram að alþingiskosningum. Nú er ljóst að hann kemur ekki aftur til starfa. Halla hefur setið sem formaður tímabundið hingað til. Settist í stjórn skömmu eftir hrun Í tilkynningu á vef VR segir að Ragnar Þór hafi fyrst verið kjörinn í stjórn VR snemma árs 2009, örskömmu eftir efnahagshrunið og á miklum umrótatímum. Árið 2017 hafi hann verið kjörinn formaður og verið endurkjörinn í þrennum kosningum síðan þá. Ragnar Þór hafi leitt VR í gegnum þrenna kjarasamninga og ýmsar mikilvægar breytingar á þjónustu og starfsemi félagsins. Þar á meðal megi nefna stofnun Blævar – íbúðafélags sem muni afhenda sínar fyrstu íbúðir í upphafi nýs árs og marka þannig þáttaskil í húsnæðismálum. Kveður með stolti og söknuði „Ég kveð VR með bæði stolti og söknuði. Ég hef starfað með einstökum hópi bæði kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Skrifstofa VR er afar öflug og sem formaður hef ég notið góðs af þeirri fagmennsku sem einkennir öll hennar störf. Ég ber fullt traust til sitjandi stjórnar félagsins og nýs formanns og óska þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ er haft eftir Ragnari Þór. „Fyrir hönd bæði stjórnar og skrifstofu VR færi ég Ragnari Þór Ingólfssyni bestu þakkir fyrir hans störf í þágu félagsins sem spanna nær sextán ár. Hann hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks og almannahagsmuna og verður það áfram í mikilvægum störfum á nýjum vettvangi. Ég tek við góðu búi og við munum halda sterkum tengslum til að vinna áfram saman að hagsmunum okkar félagsfólks. Ég óska Ragnari alls góðs í störfum sem hans bíða núna á nýkjörnu Alþingi,“ er haft eftir Höllu.
Stéttarfélög Alþingi Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Vistaskipti Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira