Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 16:29 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Sjá meira
Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Sjá meira