„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 20:44 Guðmundur Árni er spenntur fyrir komandi vikum. vísir/vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. „Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28