Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 11:31 Verstappen endaði í 2.sæti í hollenska kappakstrinum fyrr a yfirstandandi tímabili. Hann fær nú tvö tækifæri til viðbótar til að bera sigur úr býtum í heimakappakstrinum í Formúlu 1 Vísir/Getty Hollenski kappaksturinn í Formúlu á Zandvoort brautinni verður tekinn af keppnisdagatali mótaraðarinnar eftir tímabilið 2026. Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið. Akstursíþróttir Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið.
Akstursíþróttir Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira