Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2024 12:10 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru ánægðar með klukkustundarlangan fyrsta fund í gær þar sem þær ákváðu að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28