Þjálfarar í deildinni eru flestir með sinn smekk á hliðarlínunni. Sumir eru fínir til fara á meðan aðrir vinna með hið hefðbundna íþróttagallaútlit. En allir hafa þeir ákveðna sérstöðu.
Halldór fer djúpt í saumana á því hvernig menn klæða sig og hvaða yfirlýsingar fylgja umræddum fatnaði en hér að neðan má sjá brot úr Körfuboltakvöldi Extra sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á þriðjudagskvöldum.