Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 09:02 Pavel Ermolinskij fagnar því að ÍR-ingar séu komnir inn í deildina af krafti eftir erfiða byrjun. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij er kominn aftur á stjá eftir landsleikjahlé en hann ætlar áfram að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira
Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira