Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 08:05 Málið varðar andlát hjóna í Neskaupsstað í ágúst. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira