„Við erum málamiðlunarflokkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 12:28 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins segir fundi með Viðreisn og Samfylkingunni ganga vel. Hann segir ófrávíkjanlega kröfu flokksins að stefna að því að útrýma fátækt á Íslandi. Flokkurinn sé þó málamiðlunarflokkur. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira