Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 10:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku nýju Airbus þotunnar í Hamburg í vikunni. Vísir/Egill Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að aukin sætanýting í mánuðinum sé sambland af mikilli eftirspurn í ár og veikari eftirspurn í nóvember í fyrra sem skýrðist af áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þá segir að mikil eftirspurn hafi einnig verið eftir innanlandsflugi en vegna veðurs hafi ferðum fækkað í nóvember um fimmtán prósent. Það hafi haft áhrif á farþegafjölda í mánuðinum. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 15 prósent samanborið við nóvember í fyrra vegna fleiri ferða á MAX vélum og góðrar sætanýtingar. „Það er ánægjulegt að sjá hlutfall farþega til Íslands halda áfram að aukast. Auk þess var mikill kraftur í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana en 8% aukning var á markaðnum frá Íslandi á milli ára. Stundvísi og sætanýting er áfram mjög góð, sem staðfestir styrk og áreiðanleika leiðakerfisins. Leiguflugsstarfsemin okkar er mikilvæg til þess að auka nýtingu flugvéla yfir vetrartímann og það var ánægjulegt að sjá umtalsverða aukningu í þeim hluta rekstrarins á milli ára,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Fjölgun farþega á árinu Þar kemur einnig fram að það sem af er ári hafi Icelandair flutt 4,3 milljónir farþega, sem sé átta prósentum fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Stundvísi í leiðakerfinu var 84,7 prósent og metsætanýting var í nóvember eða 82,4 prósent. Hún jókst um sjö prósentustig á milli ára. „Fyrr í vikunni tókum við á móti fyrstu Airbus flugvélinni í sögu Icelandair. Um er að ræða mikil tímamót og við erum spennt fyrir því að hefja áætlunarflug á þessari glænýju og hagkvæmu vél í næstu viku,“ segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Þar segir að aukin sætanýting í mánuðinum sé sambland af mikilli eftirspurn í ár og veikari eftirspurn í nóvember í fyrra sem skýrðist af áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þá segir að mikil eftirspurn hafi einnig verið eftir innanlandsflugi en vegna veðurs hafi ferðum fækkað í nóvember um fimmtán prósent. Það hafi haft áhrif á farþegafjölda í mánuðinum. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 15 prósent samanborið við nóvember í fyrra vegna fleiri ferða á MAX vélum og góðrar sætanýtingar. „Það er ánægjulegt að sjá hlutfall farþega til Íslands halda áfram að aukast. Auk þess var mikill kraftur í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana en 8% aukning var á markaðnum frá Íslandi á milli ára. Stundvísi og sætanýting er áfram mjög góð, sem staðfestir styrk og áreiðanleika leiðakerfisins. Leiguflugsstarfsemin okkar er mikilvæg til þess að auka nýtingu flugvéla yfir vetrartímann og það var ánægjulegt að sjá umtalsverða aukningu í þeim hluta rekstrarins á milli ára,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Fjölgun farþega á árinu Þar kemur einnig fram að það sem af er ári hafi Icelandair flutt 4,3 milljónir farþega, sem sé átta prósentum fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Stundvísi í leiðakerfinu var 84,7 prósent og metsætanýting var í nóvember eða 82,4 prósent. Hún jókst um sjö prósentustig á milli ára. „Fyrr í vikunni tókum við á móti fyrstu Airbus flugvélinni í sögu Icelandair. Um er að ræða mikil tímamót og við erum spennt fyrir því að hefja áætlunarflug á þessari glænýju og hagkvæmu vél í næstu viku,“ segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira