Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 12:09 Þórður Gunnar, Oliver, Jökull og Axel Óskar tóku sig vel út í Kaleo-búningunum. vísir/ragnar dagur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira