„Heyrt margar reynslusögur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 16:00 Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag, eftir að Afturelding kynnti fjóra leikmenn til leiks. Stöð 2 Sport „Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar. Oliver er 29 ára, varnarsinnaður miðjumaður, sem kemur með mikla reynslu inn í Aftureldingarliðið. Auk þess að spila með einu besta liði Íslands allan sinn feril hér á landi lék hann með Bodö/Glimt í Noregi og sem táningur hjá AGF í Danmörku, og á að baki 2 A-landsleiki og 50 leiki fyrir yngri landslið. Nú tekur hann þátt í að festa Aftureldingu í sessi í efstu deild. „Það sem Afturelding vill standa fyrir, gildi og trú, passar við það sem ég vil gera í lífinu og fótboltanum. Hér er mikill möguleiki fyrir bætingar, því ég vil bæta mig og klúbburinn líka. Miðað við það sem Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar] segir er verið að gera það með réttum hætti, eins og ég vil gera hlutina, og ég er ótrúlega spenntur fyrir að vinna hart að því að byggja upp gildi og trú innan félagsins,“ segir Oliver sem er mun vanari því að vera í toppbaráttu með reyndu liði frekar en að taka þátt í að festa nýliða í sessi í efstu deild. Klippa: Oliver mættur í Aftureldingu „En þegar ég var í Bodö í Noregi þá vorum við að fara upp um deild. Það sem taldi mér trú var að þetta snýst ótrúlega um hvað menn eru að undirbúa sig fyrir, og hvað menn trúa á og eru að gera. Það er undirstaða að því að ná árangri og úrslitum hvernig menn eru að vinna, og hvað þeir ætla að gera. Þegar menn geta leitað í sterkar venjur og gildi tel ég miklu meiri líkur á að ná árangri, þegar menn vita sín hlutverk og hvað þeir vilja gera,“ segir Oliver. En telur Oliver að ætlast sé til þess af sér, sem reynslumiklum leikmanni, að koma með fleira en fótboltalega getu inn í Aftureldingarliðið? „Ég ætlast til þess af sjálfum mér, rétt eins og hjá fyrri klúbbi. Ég er rosalega klár í að komast inn í hópinn og sjá hvort að mitt hlutverk henti ekki fyrir þessa leikmenn og félagið. Auðvitað langar mig að verða betri og gera hina betri, og vonandi hjálpa þeir mér líka. Þetta er samvinna sem við hjá Aftureldingu erum allir spenntir fyrir.“ „Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu“ Fleiri kostir voru í stöðunni fyrir Oliver, eftir að samningur hans við Breiðablik rann út: „Það voru ákveðin lið á Íslandi sem sýndu áhuga, sem ég er mjög þakklátur fyrir, og ég átti samræður við þau. En á þessum tímapunkti finnst mér Afturelding mest spennandi. Það er gaman að taka þátt í svona framþróun hjá félagi. Það er geðveikt að gera eitthvað í fyrsta skipti. Maður hefur gert það hjá fyrri félögum. Maður fyllist stolti og gleði yfir að vera að fara að spila fyrsta tímabil Aftureldingar í efstu deild. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu með öllu fólkinu í kringum félagið.“ „Snýst um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir“ Oliver mun nú spila fyrir þjálfarann unga Magnús Má Einarsson sem á skömmum tíma hefur komið uppeldisfélagi sínu í deild þeirra bestu: „Ég vissi bara hver hann var og spilaði náttúrulega með bróður hans [Antoni Ara markverði] í Breiðabliki, og hef átt óformleg samtöl við hann. Hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Þetta snýst mikið meira um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir. Ég er nógu reynslumikill til að vita það. Ég hef séð leiki með Aftureldingu og talað við marga Aftureldingarstráka, því þeir hafa verið ófáir í Breiðabliki, svo ég veit hvernig Afturelding gerir hlutina, ekki bara hvernig félagið segist ætla að gera hlutina. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig Mosfellsbærinn er á bakvið klúbbinn,“ segir Oliver en sterk taug hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Kópavogs og Oliver því átt fjölda samherja sem komið hafa frá Aftureldingu: „Maður hefur heyrt margar reynslusögur og veit af sundlauginni hérna alveg við klefann. Þar eru alvöru meldingar. Ég er búinn að heyra margt og mikið um Aftureldingu og Mosfellsbæ, og er búinn að vera mikill stuðningsmaður liðsins í Lengjudeildinni í nokkur ár. Ég er því með gífurlega ástríðu fyrir félaginu og það verður sjúklega gaman að taka þátt í Bestu deildinni með því.“ Besta deild karla Afturelding Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Oliver er 29 ára, varnarsinnaður miðjumaður, sem kemur með mikla reynslu inn í Aftureldingarliðið. Auk þess að spila með einu besta liði Íslands allan sinn feril hér á landi lék hann með Bodö/Glimt í Noregi og sem táningur hjá AGF í Danmörku, og á að baki 2 A-landsleiki og 50 leiki fyrir yngri landslið. Nú tekur hann þátt í að festa Aftureldingu í sessi í efstu deild. „Það sem Afturelding vill standa fyrir, gildi og trú, passar við það sem ég vil gera í lífinu og fótboltanum. Hér er mikill möguleiki fyrir bætingar, því ég vil bæta mig og klúbburinn líka. Miðað við það sem Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar] segir er verið að gera það með réttum hætti, eins og ég vil gera hlutina, og ég er ótrúlega spenntur fyrir að vinna hart að því að byggja upp gildi og trú innan félagsins,“ segir Oliver sem er mun vanari því að vera í toppbaráttu með reyndu liði frekar en að taka þátt í að festa nýliða í sessi í efstu deild. Klippa: Oliver mættur í Aftureldingu „En þegar ég var í Bodö í Noregi þá vorum við að fara upp um deild. Það sem taldi mér trú var að þetta snýst ótrúlega um hvað menn eru að undirbúa sig fyrir, og hvað menn trúa á og eru að gera. Það er undirstaða að því að ná árangri og úrslitum hvernig menn eru að vinna, og hvað þeir ætla að gera. Þegar menn geta leitað í sterkar venjur og gildi tel ég miklu meiri líkur á að ná árangri, þegar menn vita sín hlutverk og hvað þeir vilja gera,“ segir Oliver. En telur Oliver að ætlast sé til þess af sér, sem reynslumiklum leikmanni, að koma með fleira en fótboltalega getu inn í Aftureldingarliðið? „Ég ætlast til þess af sjálfum mér, rétt eins og hjá fyrri klúbbi. Ég er rosalega klár í að komast inn í hópinn og sjá hvort að mitt hlutverk henti ekki fyrir þessa leikmenn og félagið. Auðvitað langar mig að verða betri og gera hina betri, og vonandi hjálpa þeir mér líka. Þetta er samvinna sem við hjá Aftureldingu erum allir spenntir fyrir.“ „Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu“ Fleiri kostir voru í stöðunni fyrir Oliver, eftir að samningur hans við Breiðablik rann út: „Það voru ákveðin lið á Íslandi sem sýndu áhuga, sem ég er mjög þakklátur fyrir, og ég átti samræður við þau. En á þessum tímapunkti finnst mér Afturelding mest spennandi. Það er gaman að taka þátt í svona framþróun hjá félagi. Það er geðveikt að gera eitthvað í fyrsta skipti. Maður hefur gert það hjá fyrri félögum. Maður fyllist stolti og gleði yfir að vera að fara að spila fyrsta tímabil Aftureldingar í efstu deild. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu með öllu fólkinu í kringum félagið.“ „Snýst um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir“ Oliver mun nú spila fyrir þjálfarann unga Magnús Má Einarsson sem á skömmum tíma hefur komið uppeldisfélagi sínu í deild þeirra bestu: „Ég vissi bara hver hann var og spilaði náttúrulega með bróður hans [Antoni Ara markverði] í Breiðabliki, og hef átt óformleg samtöl við hann. Hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Þetta snýst mikið meira um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir. Ég er nógu reynslumikill til að vita það. Ég hef séð leiki með Aftureldingu og talað við marga Aftureldingarstráka, því þeir hafa verið ófáir í Breiðabliki, svo ég veit hvernig Afturelding gerir hlutina, ekki bara hvernig félagið segist ætla að gera hlutina. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig Mosfellsbærinn er á bakvið klúbbinn,“ segir Oliver en sterk taug hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Kópavogs og Oliver því átt fjölda samherja sem komið hafa frá Aftureldingu: „Maður hefur heyrt margar reynslusögur og veit af sundlauginni hérna alveg við klefann. Þar eru alvöru meldingar. Ég er búinn að heyra margt og mikið um Aftureldingu og Mosfellsbæ, og er búinn að vera mikill stuðningsmaður liðsins í Lengjudeildinni í nokkur ár. Ég er því með gífurlega ástríðu fyrir félaginu og það verður sjúklega gaman að taka þátt í Bestu deildinni með því.“
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira