„Heyrt margar reynslusögur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 16:00 Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag, eftir að Afturelding kynnti fjóra leikmenn til leiks. Stöð 2 Sport „Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar. Oliver er 29 ára, varnarsinnaður miðjumaður, sem kemur með mikla reynslu inn í Aftureldingarliðið. Auk þess að spila með einu besta liði Íslands allan sinn feril hér á landi lék hann með Bodö/Glimt í Noregi og sem táningur hjá AGF í Danmörku, og á að baki 2 A-landsleiki og 50 leiki fyrir yngri landslið. Nú tekur hann þátt í að festa Aftureldingu í sessi í efstu deild. „Það sem Afturelding vill standa fyrir, gildi og trú, passar við það sem ég vil gera í lífinu og fótboltanum. Hér er mikill möguleiki fyrir bætingar, því ég vil bæta mig og klúbburinn líka. Miðað við það sem Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar] segir er verið að gera það með réttum hætti, eins og ég vil gera hlutina, og ég er ótrúlega spenntur fyrir að vinna hart að því að byggja upp gildi og trú innan félagsins,“ segir Oliver sem er mun vanari því að vera í toppbaráttu með reyndu liði frekar en að taka þátt í að festa nýliða í sessi í efstu deild. Klippa: Oliver mættur í Aftureldingu „En þegar ég var í Bodö í Noregi þá vorum við að fara upp um deild. Það sem taldi mér trú var að þetta snýst ótrúlega um hvað menn eru að undirbúa sig fyrir, og hvað menn trúa á og eru að gera. Það er undirstaða að því að ná árangri og úrslitum hvernig menn eru að vinna, og hvað þeir ætla að gera. Þegar menn geta leitað í sterkar venjur og gildi tel ég miklu meiri líkur á að ná árangri, þegar menn vita sín hlutverk og hvað þeir vilja gera,“ segir Oliver. En telur Oliver að ætlast sé til þess af sér, sem reynslumiklum leikmanni, að koma með fleira en fótboltalega getu inn í Aftureldingarliðið? „Ég ætlast til þess af sjálfum mér, rétt eins og hjá fyrri klúbbi. Ég er rosalega klár í að komast inn í hópinn og sjá hvort að mitt hlutverk henti ekki fyrir þessa leikmenn og félagið. Auðvitað langar mig að verða betri og gera hina betri, og vonandi hjálpa þeir mér líka. Þetta er samvinna sem við hjá Aftureldingu erum allir spenntir fyrir.“ „Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu“ Fleiri kostir voru í stöðunni fyrir Oliver, eftir að samningur hans við Breiðablik rann út: „Það voru ákveðin lið á Íslandi sem sýndu áhuga, sem ég er mjög þakklátur fyrir, og ég átti samræður við þau. En á þessum tímapunkti finnst mér Afturelding mest spennandi. Það er gaman að taka þátt í svona framþróun hjá félagi. Það er geðveikt að gera eitthvað í fyrsta skipti. Maður hefur gert það hjá fyrri félögum. Maður fyllist stolti og gleði yfir að vera að fara að spila fyrsta tímabil Aftureldingar í efstu deild. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu með öllu fólkinu í kringum félagið.“ „Snýst um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir“ Oliver mun nú spila fyrir þjálfarann unga Magnús Má Einarsson sem á skömmum tíma hefur komið uppeldisfélagi sínu í deild þeirra bestu: „Ég vissi bara hver hann var og spilaði náttúrulega með bróður hans [Antoni Ara markverði] í Breiðabliki, og hef átt óformleg samtöl við hann. Hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Þetta snýst mikið meira um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir. Ég er nógu reynslumikill til að vita það. Ég hef séð leiki með Aftureldingu og talað við marga Aftureldingarstráka, því þeir hafa verið ófáir í Breiðabliki, svo ég veit hvernig Afturelding gerir hlutina, ekki bara hvernig félagið segist ætla að gera hlutina. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig Mosfellsbærinn er á bakvið klúbbinn,“ segir Oliver en sterk taug hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Kópavogs og Oliver því átt fjölda samherja sem komið hafa frá Aftureldingu: „Maður hefur heyrt margar reynslusögur og veit af sundlauginni hérna alveg við klefann. Þar eru alvöru meldingar. Ég er búinn að heyra margt og mikið um Aftureldingu og Mosfellsbæ, og er búinn að vera mikill stuðningsmaður liðsins í Lengjudeildinni í nokkur ár. Ég er því með gífurlega ástríðu fyrir félaginu og það verður sjúklega gaman að taka þátt í Bestu deildinni með því.“ Besta deild karla Afturelding Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Oliver er 29 ára, varnarsinnaður miðjumaður, sem kemur með mikla reynslu inn í Aftureldingarliðið. Auk þess að spila með einu besta liði Íslands allan sinn feril hér á landi lék hann með Bodö/Glimt í Noregi og sem táningur hjá AGF í Danmörku, og á að baki 2 A-landsleiki og 50 leiki fyrir yngri landslið. Nú tekur hann þátt í að festa Aftureldingu í sessi í efstu deild. „Það sem Afturelding vill standa fyrir, gildi og trú, passar við það sem ég vil gera í lífinu og fótboltanum. Hér er mikill möguleiki fyrir bætingar, því ég vil bæta mig og klúbburinn líka. Miðað við það sem Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar] segir er verið að gera það með réttum hætti, eins og ég vil gera hlutina, og ég er ótrúlega spenntur fyrir að vinna hart að því að byggja upp gildi og trú innan félagsins,“ segir Oliver sem er mun vanari því að vera í toppbaráttu með reyndu liði frekar en að taka þátt í að festa nýliða í sessi í efstu deild. Klippa: Oliver mættur í Aftureldingu „En þegar ég var í Bodö í Noregi þá vorum við að fara upp um deild. Það sem taldi mér trú var að þetta snýst ótrúlega um hvað menn eru að undirbúa sig fyrir, og hvað menn trúa á og eru að gera. Það er undirstaða að því að ná árangri og úrslitum hvernig menn eru að vinna, og hvað þeir ætla að gera. Þegar menn geta leitað í sterkar venjur og gildi tel ég miklu meiri líkur á að ná árangri, þegar menn vita sín hlutverk og hvað þeir vilja gera,“ segir Oliver. En telur Oliver að ætlast sé til þess af sér, sem reynslumiklum leikmanni, að koma með fleira en fótboltalega getu inn í Aftureldingarliðið? „Ég ætlast til þess af sjálfum mér, rétt eins og hjá fyrri klúbbi. Ég er rosalega klár í að komast inn í hópinn og sjá hvort að mitt hlutverk henti ekki fyrir þessa leikmenn og félagið. Auðvitað langar mig að verða betri og gera hina betri, og vonandi hjálpa þeir mér líka. Þetta er samvinna sem við hjá Aftureldingu erum allir spenntir fyrir.“ „Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu“ Fleiri kostir voru í stöðunni fyrir Oliver, eftir að samningur hans við Breiðablik rann út: „Það voru ákveðin lið á Íslandi sem sýndu áhuga, sem ég er mjög þakklátur fyrir, og ég átti samræður við þau. En á þessum tímapunkti finnst mér Afturelding mest spennandi. Það er gaman að taka þátt í svona framþróun hjá félagi. Það er geðveikt að gera eitthvað í fyrsta skipti. Maður hefur gert það hjá fyrri félögum. Maður fyllist stolti og gleði yfir að vera að fara að spila fyrsta tímabil Aftureldingar í efstu deild. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu með öllu fólkinu í kringum félagið.“ „Snýst um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir“ Oliver mun nú spila fyrir þjálfarann unga Magnús Má Einarsson sem á skömmum tíma hefur komið uppeldisfélagi sínu í deild þeirra bestu: „Ég vissi bara hver hann var og spilaði náttúrulega með bróður hans [Antoni Ara markverði] í Breiðabliki, og hef átt óformleg samtöl við hann. Hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Þetta snýst mikið meira um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir. Ég er nógu reynslumikill til að vita það. Ég hef séð leiki með Aftureldingu og talað við marga Aftureldingarstráka, því þeir hafa verið ófáir í Breiðabliki, svo ég veit hvernig Afturelding gerir hlutina, ekki bara hvernig félagið segist ætla að gera hlutina. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig Mosfellsbærinn er á bakvið klúbbinn,“ segir Oliver en sterk taug hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Kópavogs og Oliver því átt fjölda samherja sem komið hafa frá Aftureldingu: „Maður hefur heyrt margar reynslusögur og veit af sundlauginni hérna alveg við klefann. Þar eru alvöru meldingar. Ég er búinn að heyra margt og mikið um Aftureldingu og Mosfellsbæ, og er búinn að vera mikill stuðningsmaður liðsins í Lengjudeildinni í nokkur ár. Ég er því með gífurlega ástríðu fyrir félaginu og það verður sjúklega gaman að taka þátt í Bestu deildinni með því.“
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira