Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 20:49 Henry Alexander Henrysson heimspekingur. vísir/vilhelm „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira