Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 10:52 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni. Suður-Kórea Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni.
Suður-Kórea Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira