Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 23:51 Lögreglan í New York hefur gert dauðaleit í Central Park eftir einhvers konar vísbendingum eða sönnunargögnum. AP/Ted Shaffrey Kafarar á vegum lögreglunnar í New York-borg hafa unnið linnulaust í allan dag í tjörn í Central Park-almenningsgarði við leit að skotvopni árásarmannsins sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á miðvikudaginn. Leit að manninum hefur staðið yfir í fjóra daga, án árangurs. Fréttastofa CNN greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Maðurinn sem skaut hann til bana flúði vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Nú er talið að árásarmaðurinn hafi síðan yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Hann gæti því verið staddur hvar sem er um þessar mundir. Byssan sem maðurinn notaði við voðaverkið er enn ófundin. Hjólið sem hann notaði til að flýja vettvang er sömuleiðis ófundið. Lögreglan leitaði í gær að bakpoka mannsins með hjálp fjölda dróna. Nú virðist sem svo að bakpokinn sé fundinn. Lögreglan rannsakar nú bakpoka sem þau fundu í gærkvöldi en hefur ekki staðfest að um réttan bakpoka sé að ræða. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) hefur gefið út að hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku árásarmannsins verði verðlaunaður með allt að 50 þúsund Bandaríkjadölum. Vegfarandi virðir fyrir sér auglýsingu sem biðlar til almennings að veita upplýsingar um árásarmanninn.EPA/JUSTIN LANE Borgarstjóri New York, Eric Adams, sagði í dag að það væri augljóslega jákvætt að bakpokinn hafi fundist. „Leyfið honum að halda áfram að trúa að hann geti falið sig á bak við grímu. Við munum komast að því hver hann er og láta hann sæta ábyrgð,“ sagði Adams. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Fréttastofa CNN greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Maðurinn sem skaut hann til bana flúði vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Nú er talið að árásarmaðurinn hafi síðan yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Hann gæti því verið staddur hvar sem er um þessar mundir. Byssan sem maðurinn notaði við voðaverkið er enn ófundin. Hjólið sem hann notaði til að flýja vettvang er sömuleiðis ófundið. Lögreglan leitaði í gær að bakpoka mannsins með hjálp fjölda dróna. Nú virðist sem svo að bakpokinn sé fundinn. Lögreglan rannsakar nú bakpoka sem þau fundu í gærkvöldi en hefur ekki staðfest að um réttan bakpoka sé að ræða. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) hefur gefið út að hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku árásarmannsins verði verðlaunaður með allt að 50 þúsund Bandaríkjadölum. Vegfarandi virðir fyrir sér auglýsingu sem biðlar til almennings að veita upplýsingar um árásarmanninn.EPA/JUSTIN LANE Borgarstjóri New York, Eric Adams, sagði í dag að það væri augljóslega jákvætt að bakpokinn hafi fundist. „Leyfið honum að halda áfram að trúa að hann geti falið sig á bak við grímu. Við munum komast að því hver hann er og láta hann sæta ábyrgð,“ sagði Adams.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira