Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2024 14:03 Svona mun nýja húsið líta út í Borgarnesi þar sem það verður staðsett á íþróttavallasvæðinu í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirvænting er hjá íbúum Borgarbyggðar vegna nýs fjölnota íþróttahúss, sem á að fara að byggja í Borgarnesi. Húsið verður fyrst og fremst knatthús og mun kosta tæplega tvo milljarða króna. Ístak byggir. Tilboð í nýja fjölnota íþróttahúsið hafa verið opnuð og átti Ístak lægsta tilboðið, sem hljóðar upp á 1.754 milljónir króna , sem er 95% af kostnaðaráætlun verksins, sem var 1.840 milljónir króna. Nýja húsið verður byggt á íþróttasvæðinu í Borgarnesi þar sem sundlaugin og íþróttahúsið er, og hefjast framkvæmdir fljótlega á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Um er að ræða knatthús, fjölnotaíþróttahús. Þetta verður svokallað hálft hús og við erum að sjá fyrir okkur að það verði bara vel einangrað og upphitað og mun væntanlega verða heilmikil lyftistöng fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfið hjá okkur. Það er heilmikil tilhlökkun fyrir húsinu,“ segir Stefán Broddi og bætir við. „Þetta hefur auðvitað verið í umræðunni mjög lengi, uppbygging íþróttamannvirkja og við finnum það líka að í rauninni síðustu ár hefur vilji bæjarbúa og íbúa sveitarfélagsins staðið til þess að efla uppbyggingu íþróttamannvirkja og það er verið að bregðast við því.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hann segir mikla tilhlökkun fyrir nýja húsinu í samfélaginu.Aðsend Stefnt er á að taka nýja fjölnota íþróttahúsið í notkun seinni hluta ársins 2026. Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Tilboð í nýja fjölnota íþróttahúsið hafa verið opnuð og átti Ístak lægsta tilboðið, sem hljóðar upp á 1.754 milljónir króna , sem er 95% af kostnaðaráætlun verksins, sem var 1.840 milljónir króna. Nýja húsið verður byggt á íþróttasvæðinu í Borgarnesi þar sem sundlaugin og íþróttahúsið er, og hefjast framkvæmdir fljótlega á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Um er að ræða knatthús, fjölnotaíþróttahús. Þetta verður svokallað hálft hús og við erum að sjá fyrir okkur að það verði bara vel einangrað og upphitað og mun væntanlega verða heilmikil lyftistöng fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfið hjá okkur. Það er heilmikil tilhlökkun fyrir húsinu,“ segir Stefán Broddi og bætir við. „Þetta hefur auðvitað verið í umræðunni mjög lengi, uppbygging íþróttamannvirkja og við finnum það líka að í rauninni síðustu ár hefur vilji bæjarbúa og íbúa sveitarfélagsins staðið til þess að efla uppbyggingu íþróttamannvirkja og það er verið að bregðast við því.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hann segir mikla tilhlökkun fyrir nýja húsinu í samfélaginu.Aðsend Stefnt er á að taka nýja fjölnota íþróttahúsið í notkun seinni hluta ársins 2026.
Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira