„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 13:08 Á myndinni má sjá einn uppreisnarmannanna láta fara vel um sig á skrifstofu í forsetahöllinni eftir að sýrlenska stjórnin féll. AP Photo/Omar Sanadiki Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. „Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir. Sýrland Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
„Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir.
Sýrland Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira