Leikurinn var lítið spennandi þó jafnræði hafi verið í fyrri hálfleik, heimamenn Bamberg tóku sannfærandi fram úr í þriðja leikhluta og sigldu sigrinum örugglega heim í þeim fjórða.
Alba Berlin hefur ekki fagnað góðu gengi það sem af er vetri. Liðið endaði í öðru sæti á síðasta tímabili og fór alla leið í úrslitaeinvígi gegn ríkjandi meisturum Bayern Munchen.
Hingað til í þýsku úrvalsdeildinni hefur Alba Berlin hins vegar aðeins unnið þrjá leiki, tapað sex og situr í fjórtanda sæti af sautján.
Svipaða sögu má segja af EuroLeague en þar hefur liðið unnið þrjá leiki, tapað ellefu og situr í næst neðsta sæti.
Ekki bætir því úr skák að hafa fallið úr leik í bikarnum í dag.