Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 13:44 Nýjar myndir af manninum voru birtar í gær. Lögreglan í New York Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00