Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 15:30 Vargöld hefur leikið íbúa Haítí grátt um árabil. AP/Odelyn Joseph Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans. Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú. Haítí Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú.
Haítí Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira