Óttaðist um líf sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 22:36 Hafdís Bára, sem býr í nágrenni við Vopnafjörð, segir kerfið hafa brugðist sér. facebook/vísir/vilhlem Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss. Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss.
Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira