Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 11:45 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa skipað þrjá málefnahópa sem ræða málin vegna stjórnarmyndunar í dag. Vísir/Vilhelm Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54
Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20