Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 13:02 Frá höfninni í Latakia þar sem Ísraelar hafa grandað nokkrum herskipum. EPA/BILAL AL HAMMOUD Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024 Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024
Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent