Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 18:33 Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Vísir Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Hann segir aukinn viðbúnað hafa verið við flugvellinum frá árinu 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. „Það sem um er að ræða er svolítið sveiflukenndu fjöldi hermanna sem eru á Keflavíkurflugvelli á hverjum tíma.“ Alltaf sé einhver viðvera hermanna, ólíkt því sem áður var. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra kynnti samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum í nóvember. Í henni segir að spenna fari vaxandi og sé ekki lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fram kemur að lögð sé áhersla á aukna þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, þar með talið í höfuðstjórnun og herstjórnun. Þá sé lögð áhersla á eflingu á loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, aukinn viðbúnað, gistiríkjastuðning, innviði og bætt upplýsingaskipti. Ísland í lykilhlutverki Arnór segir tvær grunnstoðir í vörnum og öryggi Íslands, annars vegar aðild að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Mikilvægi þess fyrrnefnda hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé fimmta grein Atlandshafssáttmáland orðin að kjarnaatriði í öllum störfum Atlantshafsbandalagsins. Hún kveður á um sameiginlegar varnir allra aðildarþjóða bandalagsins. Ef gerð er árás á ein þurfi hinar þjóðirnar að koma henni til varnar. „En aðild okkar að þessu bandalagi felur í sér skuldbindingar líka, vegna þess að Ísland er hernaðarlega mikilvægast staðsett á Norður-Atlantshafi. Ef það þarf að flytja liðsauka frá Norður Ameríku og Bandaríkjunum til Evrópu þá er Ísland í lykilhlutverki. Ef fylgjast á með kafbátaumferð frá norðurflotanum sem dæmi þá er Ísland í lykilhlutverki.“ Það sé staðfesting á aukinni viðveru og auknu mikilvægi Keflavíkurflugvallar á undanförnum árum. Alþingi vel upplýst Þáttastjórnandi nefnir gagnrýni á upplýsingagjöf í tengslum við varnarmál hér á landi. Almenningur kunni að vera ekki nægilega upplýstur. Arnór bendir á að árlega sé umræða um framlög til varnartengdra verkefna á Alþingi. „Þannig að fjárlaganefnd er mjög meðvituð um hvað er í gangi á hverjum tíma á Keflavíkurflugvelli á öryggissvæðinu.“ Þá afhendi ráðherra Alþingi skýrslur árlega og upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar sé regluleg. Þar af leiðandi hafi Alþingi verið vel upplýst um hvað sé í gangi á Keflavíkurflugvelli á sviði varnarmála á hverjum tíma. Arnór bendir á að Ísland sé hernaðarlega mikilvægt hvort sem hér séu varnir eða ekki. „En það að hafa engar varnir gerir Ísland algjörlega háð því hverjum kynni að detta í hug að gera árás á Ísland. Hann myndi þá annað hvort mæta vörnum og mótvægi eða hann getur hreinlega komið inn og tekið yfir landið án andspyrnu og mótþróa. Svipað og Bretar gerðu þegar þeir gerðu innrás í Ísland 1940.“ Malta og Lúxemborg með her Arnór segir að að talað sé um Ísland sem hið ósökkvandi flugmóðurskip. Íslenska ríkið hafi lagt sig fram við að veita aðstöðu á Keflavíkurflugvelli varðandi kafbátaleitareftirlit og ratsjárstöðvar. Hann telur slíkar varnir þó ekki nægar. „Ég hef talað lengi fyrir því að við þurfum að auka okkar viðbúnað til að geta brugðist við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum á Ísland, þangað til við fáum þann liðsauka sem við treystum okkur að fá.“ Er það okkur ekki um og of? „Ekki frekar en smáþjóðum á borð við Lúxemborg eða Möltu,“ segir Arnór. Hann bendir á að í Lúxemborg sé þúsund manna her en í Möltu fimmtán hundruð manna her. „Af hverju? Jú, þeir vita að þeir eru smáir. Og ef á þá er ráðist þá geta þeir ekki varist nema að fá einhverja aðstoð,“ segir Arnór. „Þeir hafa þó þann viðbúnað til að bregðast við ef eitthvað gerist algjörlega óvænt og ófyrirséð.“ Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Hann segir aukinn viðbúnað hafa verið við flugvellinum frá árinu 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. „Það sem um er að ræða er svolítið sveiflukenndu fjöldi hermanna sem eru á Keflavíkurflugvelli á hverjum tíma.“ Alltaf sé einhver viðvera hermanna, ólíkt því sem áður var. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra kynnti samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum í nóvember. Í henni segir að spenna fari vaxandi og sé ekki lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fram kemur að lögð sé áhersla á aukna þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, þar með talið í höfuðstjórnun og herstjórnun. Þá sé lögð áhersla á eflingu á loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, aukinn viðbúnað, gistiríkjastuðning, innviði og bætt upplýsingaskipti. Ísland í lykilhlutverki Arnór segir tvær grunnstoðir í vörnum og öryggi Íslands, annars vegar aðild að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Mikilvægi þess fyrrnefnda hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé fimmta grein Atlandshafssáttmáland orðin að kjarnaatriði í öllum störfum Atlantshafsbandalagsins. Hún kveður á um sameiginlegar varnir allra aðildarþjóða bandalagsins. Ef gerð er árás á ein þurfi hinar þjóðirnar að koma henni til varnar. „En aðild okkar að þessu bandalagi felur í sér skuldbindingar líka, vegna þess að Ísland er hernaðarlega mikilvægast staðsett á Norður-Atlantshafi. Ef það þarf að flytja liðsauka frá Norður Ameríku og Bandaríkjunum til Evrópu þá er Ísland í lykilhlutverki. Ef fylgjast á með kafbátaumferð frá norðurflotanum sem dæmi þá er Ísland í lykilhlutverki.“ Það sé staðfesting á aukinni viðveru og auknu mikilvægi Keflavíkurflugvallar á undanförnum árum. Alþingi vel upplýst Þáttastjórnandi nefnir gagnrýni á upplýsingagjöf í tengslum við varnarmál hér á landi. Almenningur kunni að vera ekki nægilega upplýstur. Arnór bendir á að árlega sé umræða um framlög til varnartengdra verkefna á Alþingi. „Þannig að fjárlaganefnd er mjög meðvituð um hvað er í gangi á hverjum tíma á Keflavíkurflugvelli á öryggissvæðinu.“ Þá afhendi ráðherra Alþingi skýrslur árlega og upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar sé regluleg. Þar af leiðandi hafi Alþingi verið vel upplýst um hvað sé í gangi á Keflavíkurflugvelli á sviði varnarmála á hverjum tíma. Arnór bendir á að Ísland sé hernaðarlega mikilvægt hvort sem hér séu varnir eða ekki. „En það að hafa engar varnir gerir Ísland algjörlega háð því hverjum kynni að detta í hug að gera árás á Ísland. Hann myndi þá annað hvort mæta vörnum og mótvægi eða hann getur hreinlega komið inn og tekið yfir landið án andspyrnu og mótþróa. Svipað og Bretar gerðu þegar þeir gerðu innrás í Ísland 1940.“ Malta og Lúxemborg með her Arnór segir að að talað sé um Ísland sem hið ósökkvandi flugmóðurskip. Íslenska ríkið hafi lagt sig fram við að veita aðstöðu á Keflavíkurflugvelli varðandi kafbátaleitareftirlit og ratsjárstöðvar. Hann telur slíkar varnir þó ekki nægar. „Ég hef talað lengi fyrir því að við þurfum að auka okkar viðbúnað til að geta brugðist við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum á Ísland, þangað til við fáum þann liðsauka sem við treystum okkur að fá.“ Er það okkur ekki um og of? „Ekki frekar en smáþjóðum á borð við Lúxemborg eða Möltu,“ segir Arnór. Hann bendir á að í Lúxemborg sé þúsund manna her en í Möltu fimmtán hundruð manna her. „Af hverju? Jú, þeir vita að þeir eru smáir. Og ef á þá er ráðist þá geta þeir ekki varist nema að fá einhverja aðstoð,“ segir Arnór. „Þeir hafa þó þann viðbúnað til að bregðast við ef eitthvað gerist algjörlega óvænt og ófyrirséð.“
Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira