Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 22:10 Luigi Mangione öskraði á leið í dómsal, en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað hann sagði. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Samkvæmt BBC heyrðist ekki vel hvað Mangione kallaði, en hann á þó að hafa sagt: „[…] er skammarlegt fyrir vitsmuni Bandaríkjamanna“ Þegar hann var leiddur úr dómshúsinu var hann þögull. Mangione er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. Mangione var leiddur fyrir dóm þar sem krafa ákæruvaldsins um að framselja hann frá Pennsylvaníu til New York-ríkis var tekin fyrir. Verjandi hans, sem var skipaður af dómstólnum, mótmælir þeirri beiðni. Niðurstaða varðandi framsalið liggur ekki fyrir og það gæti tekið marga daga, jafnvel mánuði að fá úr skorið um það. Dómarinn hafnaði því að Mangione myndi fá að ganga laus gegn tryggingu. „Ekki segja eitt einasta orð“ Samkvæmt New York Times sagði Mangione lítið í réttarsalnum. Fram hefur komið að hann er talinn hafa klæðst grímu nánast linnulaust frá því að hann á að hafa framið morðið þangað til að hann var handtekinn. Um er að ræða sóttvarnagrímu. Verjandi Mangione sagði að mögulega hafi hann verið með umrædda grímu vegna ótta við Covid-19. Þá mun Mangione hafa gripið inn í og sagt: „Ég kom með grímuna.“ En þá hafi lögmaðurinn aftur tekið orðið, sussað á hann og sagt: „Nei, nei, Ekki segja eitt einasta orð.“ Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Samkvæmt BBC heyrðist ekki vel hvað Mangione kallaði, en hann á þó að hafa sagt: „[…] er skammarlegt fyrir vitsmuni Bandaríkjamanna“ Þegar hann var leiddur úr dómshúsinu var hann þögull. Mangione er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. Mangione var leiddur fyrir dóm þar sem krafa ákæruvaldsins um að framselja hann frá Pennsylvaníu til New York-ríkis var tekin fyrir. Verjandi hans, sem var skipaður af dómstólnum, mótmælir þeirri beiðni. Niðurstaða varðandi framsalið liggur ekki fyrir og það gæti tekið marga daga, jafnvel mánuði að fá úr skorið um það. Dómarinn hafnaði því að Mangione myndi fá að ganga laus gegn tryggingu. „Ekki segja eitt einasta orð“ Samkvæmt New York Times sagði Mangione lítið í réttarsalnum. Fram hefur komið að hann er talinn hafa klæðst grímu nánast linnulaust frá því að hann á að hafa framið morðið þangað til að hann var handtekinn. Um er að ræða sóttvarnagrímu. Verjandi Mangione sagði að mögulega hafi hann verið með umrædda grímu vegna ótta við Covid-19. Þá mun Mangione hafa gripið inn í og sagt: „Ég kom með grímuna.“ En þá hafi lögmaðurinn aftur tekið orðið, sussað á hann og sagt: „Nei, nei, Ekki segja eitt einasta orð.“
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52