Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:11 Ross Barkley fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Aston Villa í kvöld. Getty/Maja Hitij Aston Villa vann dramatískan 3-2 sigur á þýska liðinu RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld og ensku liðin héldu því áfram að vinna þau þýsku í Evrópu í vetur. Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira