Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 23:23 Dregið var úr milljónaveltu happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Vísir/Arnar Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld. Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld.
Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira