Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 07:56 Amnesty International segir lögin fela það í sér að þær konur sem deila myndskeiðum af sér á samfélagsmiðlum án höfuðklúts eigi yfir höfði sér að verða dæmdar til dauða. Getty/Anadolu/Fatemeh Bahrami Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum. Íran Jafnréttismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum.
Íran Jafnréttismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira