Þingmaður myrtur í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 11:02 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. EPA/JOSE MENDEZ Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira