KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2024 14:21 Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, og Egill Lýðvíksson, forstjóra Íveru, við undirritun samninga fyrr í dag. KEA Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KEA. Þar segir að Ívera hafi nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem sé í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð. Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Agli Lúðvíkssyni, forstjóra Íveru, að það sé ánægjulegt að skerpa á rekstri félagsins með þessari endurskipulagningu í rekstri og horfa á eftir eignunum á Akureyri í hendur trausts aðila með metnaðarfull langtímaáform. „Eignirnar eru vel staðsettar og hafa verið eftirsóttar á leigumarkaði. KEA er rótgróinn fjárfestir í sínu nærumhverfi og gildi þeirra fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakarnir verði ánægðir með þessi viðskipti.“ Þá er haft eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að kaupin séu fyrsta skref KEA inn á íbúðaleigumarkaðinn hér á nærsvæði félagins en í gegnum dótturfélagið Skálabrún ætli KEA sér að byggja upp til lengri tíma safn íbúða til almennrar útleigu. „Það er ekkert stórt sérhæft og staðbundið félag um leigu íbúða á almennum markaði hér á þessu svæði og við erum að breyta þeirri umgjörð með þessum kaupum. Það hefur skort félag eins og þetta á þessum markaði og þessi fjárfesting muni til lengri tíma styrkja almennan íbúðaleigumarkað á svæðinu. Þetta er ein stærsta fjárfesting KEA í nokkurn tíma en hún er liður í þeim breyttu áherslum hjá félaginu að auka verulega vægi fasteignatengdra verkefna á efnahagsreikningi sínum ásamt því að fækka og stækka þau verkefni sem eru á höndum félagsins. Ásamt því að reka íbúðaleigufélag stefnum við á að taka þátt í þróunarverkefnum ýmiskonar á fasteigna- og íbúðamarkaði á okkar nærsvæði“. Leigumarkaður Fasteignamarkaður Akureyri Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KEA. Þar segir að Ívera hafi nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem sé í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð. Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Agli Lúðvíkssyni, forstjóra Íveru, að það sé ánægjulegt að skerpa á rekstri félagsins með þessari endurskipulagningu í rekstri og horfa á eftir eignunum á Akureyri í hendur trausts aðila með metnaðarfull langtímaáform. „Eignirnar eru vel staðsettar og hafa verið eftirsóttar á leigumarkaði. KEA er rótgróinn fjárfestir í sínu nærumhverfi og gildi þeirra fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakarnir verði ánægðir með þessi viðskipti.“ Þá er haft eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að kaupin séu fyrsta skref KEA inn á íbúðaleigumarkaðinn hér á nærsvæði félagins en í gegnum dótturfélagið Skálabrún ætli KEA sér að byggja upp til lengri tíma safn íbúða til almennrar útleigu. „Það er ekkert stórt sérhæft og staðbundið félag um leigu íbúða á almennum markaði hér á þessu svæði og við erum að breyta þeirri umgjörð með þessum kaupum. Það hefur skort félag eins og þetta á þessum markaði og þessi fjárfesting muni til lengri tíma styrkja almennan íbúðaleigumarkað á svæðinu. Þetta er ein stærsta fjárfesting KEA í nokkurn tíma en hún er liður í þeim breyttu áherslum hjá félaginu að auka verulega vægi fasteignatengdra verkefna á efnahagsreikningi sínum ásamt því að fækka og stækka þau verkefni sem eru á höndum félagsins. Ásamt því að reka íbúðaleigufélag stefnum við á að taka þátt í þróunarverkefnum ýmiskonar á fasteigna- og íbúðamarkaði á okkar nærsvæði“.
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Akureyri Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent