„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2024 14:47 Skarphéðinn þekkir sinn vitjunartíma. Hann lýkur störfum hjá RÚV um áramót og veit ekki hvað tekur við. Kolbrún Vaka Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. „Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira