Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2024 07:02 Okkar yndislegu íslensku karlmenn, við þurfum á ykkar stuðning að halda Saman getum við staðið vörð um kvenréttindi, þau varða okkur öll. Undanfarið hefur verið grafið undan kvenréttindum víðvegar í heiminum, þar á meðal í hinum vestræna heimi, svo sem Bandaríkjunum og Póllandi. Dauðsföll þungaðra kvenna eru að færast í aukana vegna ómannúðlegra lagasetninga sem koma í veg fyrir lífsbjargandi læknisinngrip. Mörgum þessara kvenna hefði verið hægt að bjarga. Þungaðar konur hafa látist vegna fósturláts, utanlegsfósturs og ýmissa fylgikvilla sem því miður geta gert vart við sig á meðgöngu. Sem dæmi hafa dauðsföll þungaðra kvenna í Texas aukist um 56% í kjölfar þess að þungunarrof voru gerð ólögleg árið 2021. Þvílíkur hryllingur, grimmd og viðbjóður. Núverandi raunveruleiki margra kvenna í heiminum er sá að þær ráða ekki yfir eigin líkama. Þetta er raunveruleiki kvenfólks sem lifir ekki langt frá okkur. Raunveruleiki – ekki skáldskapur. Raunveruleiki – ekki bara pólitískt hitamál til að veiða atkvæði í alþingiskosningum. Sem kvenmaður og móðir ungrar stúlku verð ég að viðurkenna að það er virkilega ógnvekjandi að horfa upp á þennan blákalda raunveruleika sem kynsystur okkar búa við. Það er því ekki furða að ég sjálf og margar konur sem ég þekki finna fyrir raunverulegum áhyggjum, þá sérstaklega vegna réttinda dætra okkar. Sjálf á ég yndislega dóttur undir 4 ára aldri. En er staða kvenna á Íslandi ekki bara nokkuð góð samanborið við önnur lönd? Hvers vegna ætti það að vera ógnvekjandi að horfa upp bakslag í kvenréttindum annars staðar í heiminum? Svarið er einfalt. Aðför að kvenréttindum er raunveruleg ógn sem varðar okkur öll. Aðför að kvenréttindum er krabbamein sem getur dreift úr sér ef við erum ekki á verði. Þetta er staðreynd sem hefur sýnt sig annars staðar í heiminum. Því skiptir það höfuðmáli að aðilar sem tjá sig um málefni kvenna á opinberum vettvangi sé vel upplýst og vandi sig - vandi sig að hella ekki olíu á eldinn og opna leiðina að skertum réttindum kvenfólks. Í því samhengi er nauðsynlegt að kynna sér staðreyndir. Sem dæmi: Þungaðar konur sem tengst hafa ófæddu barni sínu tilfinningaböndum velja ekki allt í einu að fara í þungunnarrof seint og síðar meir á meðgöngunni. Það er engin kona að leggja á sig margra mánaða meðgöngu (ekki auðvelt gigg), bara til þess að binda enda á hana. Sú spurning hvort að leifa eigi þungunarrof seint á meðgöngu, eða jafnvel alla meðgönguna, er augljóslega byggð á gríðarlegri vanþekkingu á heilbrigðismálum kvenna og á sér engan fót í raunveruleikanum. Ekki nokkurn. Tölum af ábyrgð og samúð Áður en við tjáum okkur um málefni sem snúa að kvenréttindum - setjum okkur í spor kvenna sem verða fyrir barðinu ómannúðlegra laga, áður en skoðanir byggðar á vanþekkingu eru viðraðar. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn þvert á þeirra vilja. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem fá ekki viðeigandi læknisþjónustu vegna utanlegsfósturs. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn nauðgara síns. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem elska nú þegar ófætt barn sitt en missa það sökum fylgikvilla á meðgöngu. Setjum okkur í spor dauðhræddra þungaðra kvenna sem bíða þess að komast undir læknishendur vegna lífshættulegra fylgikvilla. Setjum okkur í spor þeirra sem misst hafa þungaðar konur sínar. Setjum okkur í spor barna sem verða fyrir móður missi. Setjum okkur í spor þeirra sem horfa framan í dætur sínar og vona af öllu sínu hjarta að þeirra réttindi verði ekki skert. Ég er ein af þeim. Saman getum við staðið vörð umkvenréttindi Því biðla ég til ykkar, elsku íslensku karlmenn, að hjálpa okkur að standa vörð um kvenréttindi. Réttindi mæðra okkar, dætra og systra. Kynnið ykkur hvernig höggið er á kvenréttindi víða í heiminum og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Látið í ykkur heyra svo að rangfærslur um heilbrigðisþjónustu kvenna fái ekki stórhættulegan meðbyr. Saman getum við séð til þess að dætur okkar hljóti ekki sömu örlög og allt of margar kynsystur okkar. Ég biðla einnig til opinberra aðila að vanda umræðuna með kvenréttindi að leiðarljósi. Ykkar hlutverk skiptir sköpum. Öll komum við frá móður okkar Að lokum vil ég minna á að öll komum við frá móður okkar, hún tengdist þér þegar þú varðst til í móðurkviði, hún fæddi þig í þennan heim og sá um þig sem kornabarn. Hún á skilið að njóta mannréttinda og grundvallar heilbrigðisþjónustu ef hætta steðjar að. Höfundur er vísindamaður og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Okkar yndislegu íslensku karlmenn, við þurfum á ykkar stuðning að halda Saman getum við staðið vörð um kvenréttindi, þau varða okkur öll. Undanfarið hefur verið grafið undan kvenréttindum víðvegar í heiminum, þar á meðal í hinum vestræna heimi, svo sem Bandaríkjunum og Póllandi. Dauðsföll þungaðra kvenna eru að færast í aukana vegna ómannúðlegra lagasetninga sem koma í veg fyrir lífsbjargandi læknisinngrip. Mörgum þessara kvenna hefði verið hægt að bjarga. Þungaðar konur hafa látist vegna fósturláts, utanlegsfósturs og ýmissa fylgikvilla sem því miður geta gert vart við sig á meðgöngu. Sem dæmi hafa dauðsföll þungaðra kvenna í Texas aukist um 56% í kjölfar þess að þungunarrof voru gerð ólögleg árið 2021. Þvílíkur hryllingur, grimmd og viðbjóður. Núverandi raunveruleiki margra kvenna í heiminum er sá að þær ráða ekki yfir eigin líkama. Þetta er raunveruleiki kvenfólks sem lifir ekki langt frá okkur. Raunveruleiki – ekki skáldskapur. Raunveruleiki – ekki bara pólitískt hitamál til að veiða atkvæði í alþingiskosningum. Sem kvenmaður og móðir ungrar stúlku verð ég að viðurkenna að það er virkilega ógnvekjandi að horfa upp á þennan blákalda raunveruleika sem kynsystur okkar búa við. Það er því ekki furða að ég sjálf og margar konur sem ég þekki finna fyrir raunverulegum áhyggjum, þá sérstaklega vegna réttinda dætra okkar. Sjálf á ég yndislega dóttur undir 4 ára aldri. En er staða kvenna á Íslandi ekki bara nokkuð góð samanborið við önnur lönd? Hvers vegna ætti það að vera ógnvekjandi að horfa upp bakslag í kvenréttindum annars staðar í heiminum? Svarið er einfalt. Aðför að kvenréttindum er raunveruleg ógn sem varðar okkur öll. Aðför að kvenréttindum er krabbamein sem getur dreift úr sér ef við erum ekki á verði. Þetta er staðreynd sem hefur sýnt sig annars staðar í heiminum. Því skiptir það höfuðmáli að aðilar sem tjá sig um málefni kvenna á opinberum vettvangi sé vel upplýst og vandi sig - vandi sig að hella ekki olíu á eldinn og opna leiðina að skertum réttindum kvenfólks. Í því samhengi er nauðsynlegt að kynna sér staðreyndir. Sem dæmi: Þungaðar konur sem tengst hafa ófæddu barni sínu tilfinningaböndum velja ekki allt í einu að fara í þungunnarrof seint og síðar meir á meðgöngunni. Það er engin kona að leggja á sig margra mánaða meðgöngu (ekki auðvelt gigg), bara til þess að binda enda á hana. Sú spurning hvort að leifa eigi þungunarrof seint á meðgöngu, eða jafnvel alla meðgönguna, er augljóslega byggð á gríðarlegri vanþekkingu á heilbrigðismálum kvenna og á sér engan fót í raunveruleikanum. Ekki nokkurn. Tölum af ábyrgð og samúð Áður en við tjáum okkur um málefni sem snúa að kvenréttindum - setjum okkur í spor kvenna sem verða fyrir barðinu ómannúðlegra laga, áður en skoðanir byggðar á vanþekkingu eru viðraðar. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn þvert á þeirra vilja. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem fá ekki viðeigandi læknisþjónustu vegna utanlegsfósturs. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn nauðgara síns. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem elska nú þegar ófætt barn sitt en missa það sökum fylgikvilla á meðgöngu. Setjum okkur í spor dauðhræddra þungaðra kvenna sem bíða þess að komast undir læknishendur vegna lífshættulegra fylgikvilla. Setjum okkur í spor þeirra sem misst hafa þungaðar konur sínar. Setjum okkur í spor barna sem verða fyrir móður missi. Setjum okkur í spor þeirra sem horfa framan í dætur sínar og vona af öllu sínu hjarta að þeirra réttindi verði ekki skert. Ég er ein af þeim. Saman getum við staðið vörð umkvenréttindi Því biðla ég til ykkar, elsku íslensku karlmenn, að hjálpa okkur að standa vörð um kvenréttindi. Réttindi mæðra okkar, dætra og systra. Kynnið ykkur hvernig höggið er á kvenréttindi víða í heiminum og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Látið í ykkur heyra svo að rangfærslur um heilbrigðisþjónustu kvenna fái ekki stórhættulegan meðbyr. Saman getum við séð til þess að dætur okkar hljóti ekki sömu örlög og allt of margar kynsystur okkar. Ég biðla einnig til opinberra aðila að vanda umræðuna með kvenréttindi að leiðarljósi. Ykkar hlutverk skiptir sköpum. Öll komum við frá móður okkar Að lokum vil ég minna á að öll komum við frá móður okkar, hún tengdist þér þegar þú varðst til í móðurkviði, hún fæddi þig í þennan heim og sá um þig sem kornabarn. Hún á skilið að njóta mannréttinda og grundvallar heilbrigðisþjónustu ef hætta steðjar að. Höfundur er vísindamaður og móðir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun