Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:31 Áhugasamur einstaklingur heldur á síma og horfir á kynningu Sádi-Araba á HM 2034. Getty/Mahmoud Khaled Nú er endanlega orðið staðfest að heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram í Sádi-Arabíu árið 2034. FIFA staðfesti þetta formlega á ársþingi sínu í dag. Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a> HM 2034 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a>
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira