Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Árni Sæberg skrifar 12. desember 2024 13:10 Ómar Valdimarsson, til vinstri, birti persónuupplýsingar umbjóðenda sinna og tölvupóstsamskipti við þau. Einar Hugi Bjarnason, til hægri, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir hönd fólksins og segir þau íhuga að kæra Ómar fyrir birtinguna. Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt Ómar R. Valdimarsson fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna í tengslum við mál ungs pars sem leitaði til hans til innheimtu flugbóta. Eitt brotið snýr að birtingu persónuupplýsinga um parið á Facebook. Parið hefur kært Ómar til lögreglu vegna birtingarinnar. Ómar mun leita til dómstóla til að fá úrskurðinum hnekkt. „Mér finnst þessi úrskurður algjörlega með ólíkindum. Þarna eru fjölmörg atriði sem lögmaðurinn hefur ekki gætt að. Hann gætir ekki að grundvallaratriðum eins og að hafa samráð við sína umbjóðendur fyrir málshöfðunina. Hann upplýsir ekki um að flugfélagið hafi samþykkt að greiða bætur heldur heldur áfram með málið. Lögmaðurinn upplýsir síðan ekki þetta unga par þegar niðurstaða málsins liggur fyrir,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður sem gætir hagsmuna parsins í málinu. Höfðaði mál til innheimtu þegar greiddrar kröfu Vísir hefur fjallað nokkuð ítarlega um málið. Það á rætur að rekja til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli parsins á hendur ítalska flugfélaginu Neos. Flugfélagið var sýknað af öllum kröfum parsins, enda hafði félagið þegar greitt út staðlaðar bætur. Parið var dæmt til að greiða flugfélaginu málskostnað, sem Ómar hefur reyndar greitt. Kærður til lögreglu Einar Hugi segir þau brot á siðareglunum ekki þau alvarlegustu. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu máli er það sem lýtur að háttsemi lögmannsins í kjölfarið. Þá er ég að vísa í þessa færslu á Facebook, þar sem hann birtir persónuupplýsingar um mína umbjóðendur og trúnaðargögn í opinni Facebook-færslu. Það kemur ekki á óvart að úrskurðarnefndin geri alvarlegar athugasemdir við það.“ Hann greindi frá því í mars að kvartað hefði verið til úrskurðarnefndar lögmanna og Persónuverndar vegna birtingar upplýsinganna og að málið yrði kært til lögreglu. Hann staðfestir að kæran hafi verið lögð fram og málið sé komið í farveg hjá lögreglu. Ekki heimilt að rjúfa þagnarskylduna Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að hvað birtingu upplýsinganna varðar hafi Ómar byggt á því að honum hafi verið nauðsynlegt að birta umræddar upplýsingar og gögn til þess að verjast rangfærslum parsins í yfirlýsingu þess til fjölmiðla vegna málsins. Að mati nefndarinnar hafi Ómar ekki sýnt fram á að nokkuð sem fram kom í samtali eða yfirlýsingu parsins til fjölmiðilsins hafi orðið til þess að honum hafi verið heimilt að rjúfa þagnarskyldu sem á honum hvíldi gagnvart parinu með þeim hætti sem hann gerði. Að mati nefndarinnar hafi Ómar brotið gegn trúnaðar- og þagnarskyldu sinni gagnvart sóknaraðilum með birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga þeirra. Átti von á áminningu Í úrskurðinum segir að Ómar hafi brotið gegn bæði lögum um lögmenn og siðareglum lögmanna með háttsemi þeirri sem Einar Hugi tíundar hér að framan. Að mati nefndarinnar hafi hann gert á hlut parsins með háttsemi sem telja verði ámælisverða. Því yrði ekki hjá því komist að veita honum áminningu. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins og að gögn málsins beri með sér að parið hafi notið lögmannsaðstoðar telji nefndin rétt að gera Ómari að greiða parinu óskipt að álitum 150 þúsund krónur. Ómar stakk niður penna hér á Vísi nýverið þar sem hann greindi frá því að hann byggist við því að fá þrjár áminningar hið minnsta frá úrskurðarnefnd lögmanna, sem hann kallaði úrskurðargrautinn. Í samtali við Vísi segir Ómar að umræddur úrskurður sé sá sem hann bjóst við. Tveir aðrir sem hann bjóst við hafi verið kveðnir upp sama dag. Þeir hafa ekki verið birtir. Hann muni stefna úrskurðinum til ógildingar. „Það eru hreinar línur.“ Þá ítrekar hann það sem hann ritar í greininni hér að ofan, að það sé furðulegt að lögmenn í beinni samkeppni við hann telji sig hæfa til að úrskurða í slíkum málum. Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Óvenjulegi tölvupósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfsmann hann ætti að reka fyrir jólin Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar. 17. júlí 2024 14:17 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Mér finnst þessi úrskurður algjörlega með ólíkindum. Þarna eru fjölmörg atriði sem lögmaðurinn hefur ekki gætt að. Hann gætir ekki að grundvallaratriðum eins og að hafa samráð við sína umbjóðendur fyrir málshöfðunina. Hann upplýsir ekki um að flugfélagið hafi samþykkt að greiða bætur heldur heldur áfram með málið. Lögmaðurinn upplýsir síðan ekki þetta unga par þegar niðurstaða málsins liggur fyrir,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður sem gætir hagsmuna parsins í málinu. Höfðaði mál til innheimtu þegar greiddrar kröfu Vísir hefur fjallað nokkuð ítarlega um málið. Það á rætur að rekja til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli parsins á hendur ítalska flugfélaginu Neos. Flugfélagið var sýknað af öllum kröfum parsins, enda hafði félagið þegar greitt út staðlaðar bætur. Parið var dæmt til að greiða flugfélaginu málskostnað, sem Ómar hefur reyndar greitt. Kærður til lögreglu Einar Hugi segir þau brot á siðareglunum ekki þau alvarlegustu. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu máli er það sem lýtur að háttsemi lögmannsins í kjölfarið. Þá er ég að vísa í þessa færslu á Facebook, þar sem hann birtir persónuupplýsingar um mína umbjóðendur og trúnaðargögn í opinni Facebook-færslu. Það kemur ekki á óvart að úrskurðarnefndin geri alvarlegar athugasemdir við það.“ Hann greindi frá því í mars að kvartað hefði verið til úrskurðarnefndar lögmanna og Persónuverndar vegna birtingar upplýsinganna og að málið yrði kært til lögreglu. Hann staðfestir að kæran hafi verið lögð fram og málið sé komið í farveg hjá lögreglu. Ekki heimilt að rjúfa þagnarskylduna Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að hvað birtingu upplýsinganna varðar hafi Ómar byggt á því að honum hafi verið nauðsynlegt að birta umræddar upplýsingar og gögn til þess að verjast rangfærslum parsins í yfirlýsingu þess til fjölmiðla vegna málsins. Að mati nefndarinnar hafi Ómar ekki sýnt fram á að nokkuð sem fram kom í samtali eða yfirlýsingu parsins til fjölmiðilsins hafi orðið til þess að honum hafi verið heimilt að rjúfa þagnarskyldu sem á honum hvíldi gagnvart parinu með þeim hætti sem hann gerði. Að mati nefndarinnar hafi Ómar brotið gegn trúnaðar- og þagnarskyldu sinni gagnvart sóknaraðilum með birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga þeirra. Átti von á áminningu Í úrskurðinum segir að Ómar hafi brotið gegn bæði lögum um lögmenn og siðareglum lögmanna með háttsemi þeirri sem Einar Hugi tíundar hér að framan. Að mati nefndarinnar hafi hann gert á hlut parsins með háttsemi sem telja verði ámælisverða. Því yrði ekki hjá því komist að veita honum áminningu. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins og að gögn málsins beri með sér að parið hafi notið lögmannsaðstoðar telji nefndin rétt að gera Ómari að greiða parinu óskipt að álitum 150 þúsund krónur. Ómar stakk niður penna hér á Vísi nýverið þar sem hann greindi frá því að hann byggist við því að fá þrjár áminningar hið minnsta frá úrskurðarnefnd lögmanna, sem hann kallaði úrskurðargrautinn. Í samtali við Vísi segir Ómar að umræddur úrskurður sé sá sem hann bjóst við. Tveir aðrir sem hann bjóst við hafi verið kveðnir upp sama dag. Þeir hafa ekki verið birtir. Hann muni stefna úrskurðinum til ógildingar. „Það eru hreinar línur.“ Þá ítrekar hann það sem hann ritar í greininni hér að ofan, að það sé furðulegt að lögmenn í beinni samkeppni við hann telji sig hæfa til að úrskurða í slíkum málum.
Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Óvenjulegi tölvupósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfsmann hann ætti að reka fyrir jólin Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar. 17. júlí 2024 14:17 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24
Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25
Óvenjulegi tölvupósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfsmann hann ætti að reka fyrir jólin Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar. 17. júlí 2024 14:17