Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 13:43 Án hulduorku ætti massi vetrarbrauta og þyrpinga þeirra að hægja á útþenslu alheimsins og valda því að hann skryppi saman á endanum. Alheimurinn þenst hins vegar út á meiri hraða en áður. Vetrarbrautaþyrpingin MACS-J0417.5-1154 á mynd James Webb. NASA, ESA, CSA, STScI, V. Estrada-Carpenter (Saint Mary's Univer Athuganir öflugasta geimsjónauka sögunnar staðfesta enn á ný að alheimurinn þens út hraðar en staðallíkan eðlisfræðinnar getur útskýrt. Eftir sitja stjarneðlisfræðingar í súpunni, engu nær um hvers vegna herðir á útþenslunni. Vísindamenn hafa vitað í tæpa öld að alheimurinn þenst út, allt frá því að Edwin Hubble sá að vetrarbrautir færðust frá jörðinni á hraða sem var í beinu hlutfalli við fjarlægð þeirra. Útþensluhraði alheimsins hefur verið nefndur Hubble-fastinn. Málin flæktust undir lok 20. aldarinnar þegar mælingar Hubble-geimsjónaukans, sem kenndur er við téðan Hubble, bentu til þess að alheimurinn þendist út hraðar nú en fyrr í sögu hans þrátt fyrir að þyngdaráhrif efnisins í honum ættu að hægja á henni og snúa henni við. Til þess að skýra þetta misræmi hafa vísindamenn byggt á þeirri tilgátu að sýnilegt efni sé aðeins lítill hluti af efnisinnihaldi alheimsins. Meginuppistaða hans, um 95 prósent, sé svonefnd hulduorka og efni. Hulduorkan knýi áfram útþensluna en hulduefnið valdi því að vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar tolla saman. Útilokar að Hubble hafi mælt skakkt James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki sögunnar, hefur nú verið að störfum í að nálgast tvö og hálft ár. Fyrstu niðurstöður athugana hans á fjarlægum vetrarbrautum virðast útiloka að niðurstöður Hubble hafi grundvallast á einhvers konar mæliskekkju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alheimurinn reyndist þenjast út átta prósent hraðar en búast ætti við samkvæmt athugunum Webb á svonefndum sefítum í fjarlægum vetrarbrautum, stjörnum með reglulega birtusveiflu sem nýtast sem svonefnd staðalkerti, fyrirbæri með þekkt birtustig sem gera vísindamönnum kleift að mæla fjarlægðir til þeirra með nákvæmum hætti. Adam Riess, stjarneðlisfræðingur og aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir frekari gagna þörf til þess að leysa gátuna um útþensluhraðann. „Hversu mikið er misræmið? Er það á lægri enda skalans, fjögur til fimm prósent eða hærri endanum, tíu til tólf prósent, af þeim gögnum sem eru til staðar? Yfir hvaða tímabil alheimssögunnar er það til staðar? Á þessu munu tilgátur framtíðarinnar byggja,“ segir Riess sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt öðrum fyrir uppgötvunina á því að útþensluhraði alheimsins ykist árið 2011. Siyang Li, doktorsnemi við Johns Hopkins og meðhöfundur að greininni, segir niðurstöðu Webb mögulega þýða að breyta þurfi staðarlíkani vísindamanna af alheiminum. Afar erfitt sér þó að átta sig á hvernig á þessari stundu. „Það eru margar tilgátur sem snúast um hulduefni, hulduorku, huldugeislun, til dæmis fiseindir, eða að þyngdaraflið sjálft hafi einhverja framandi eiginleika sem gæti verið skýringin,“ segir Riess. Evrópska geimstofnunin skaut á loft geimsjónaukanum Evklíð í fyrra. Hann á að skapa stærsta þrívíða kortið af alheiminum til þessa. Með því vonast vísindamenn til þess að skilja betur eðli hulduorku og hulduefnis. Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Vísindamenn hafa vitað í tæpa öld að alheimurinn þenst út, allt frá því að Edwin Hubble sá að vetrarbrautir færðust frá jörðinni á hraða sem var í beinu hlutfalli við fjarlægð þeirra. Útþensluhraði alheimsins hefur verið nefndur Hubble-fastinn. Málin flæktust undir lok 20. aldarinnar þegar mælingar Hubble-geimsjónaukans, sem kenndur er við téðan Hubble, bentu til þess að alheimurinn þendist út hraðar nú en fyrr í sögu hans þrátt fyrir að þyngdaráhrif efnisins í honum ættu að hægja á henni og snúa henni við. Til þess að skýra þetta misræmi hafa vísindamenn byggt á þeirri tilgátu að sýnilegt efni sé aðeins lítill hluti af efnisinnihaldi alheimsins. Meginuppistaða hans, um 95 prósent, sé svonefnd hulduorka og efni. Hulduorkan knýi áfram útþensluna en hulduefnið valdi því að vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar tolla saman. Útilokar að Hubble hafi mælt skakkt James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki sögunnar, hefur nú verið að störfum í að nálgast tvö og hálft ár. Fyrstu niðurstöður athugana hans á fjarlægum vetrarbrautum virðast útiloka að niðurstöður Hubble hafi grundvallast á einhvers konar mæliskekkju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alheimurinn reyndist þenjast út átta prósent hraðar en búast ætti við samkvæmt athugunum Webb á svonefndum sefítum í fjarlægum vetrarbrautum, stjörnum með reglulega birtusveiflu sem nýtast sem svonefnd staðalkerti, fyrirbæri með þekkt birtustig sem gera vísindamönnum kleift að mæla fjarlægðir til þeirra með nákvæmum hætti. Adam Riess, stjarneðlisfræðingur og aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir frekari gagna þörf til þess að leysa gátuna um útþensluhraðann. „Hversu mikið er misræmið? Er það á lægri enda skalans, fjögur til fimm prósent eða hærri endanum, tíu til tólf prósent, af þeim gögnum sem eru til staðar? Yfir hvaða tímabil alheimssögunnar er það til staðar? Á þessu munu tilgátur framtíðarinnar byggja,“ segir Riess sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt öðrum fyrir uppgötvunina á því að útþensluhraði alheimsins ykist árið 2011. Siyang Li, doktorsnemi við Johns Hopkins og meðhöfundur að greininni, segir niðurstöðu Webb mögulega þýða að breyta þurfi staðarlíkani vísindamanna af alheiminum. Afar erfitt sér þó að átta sig á hvernig á þessari stundu. „Það eru margar tilgátur sem snúast um hulduefni, hulduorku, huldugeislun, til dæmis fiseindir, eða að þyngdaraflið sjálft hafi einhverja framandi eiginleika sem gæti verið skýringin,“ segir Riess. Evrópska geimstofnunin skaut á loft geimsjónaukanum Evklíð í fyrra. Hann á að skapa stærsta þrívíða kortið af alheiminum til þessa. Með því vonast vísindamenn til þess að skilja betur eðli hulduorku og hulduefnis.
Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15
Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00