Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. desember 2024 12:02 „Ég hef komið á fjallstindinn.“ ... „Eins og allir, þrái ég langt líf. Langlífi hefur sinn tíma. En ég er ekki með hugann við það núna. Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið. Ég fæ mögulega ekki að fylgja ykkur þangað. En ég vil að þið vitið í kvöld, að við, sem samfélag, munum ná til fyrirheitna landsins.“ Þessi orð mælti presturinn og baráttumaðurinn fyrir mannréttinum, Dr. Martin Luther King Jr., þann 3. apríl 1968, kvöldið áður en hann var myrtur. Fjallið sem um ræðir er Nebófjall og vísunin er í spámanninn Móse, sem lítur í lok Mósebóka yfir til fyrirheitna landsins, en andast sjálfur áður en þjóðin kemst þangað inn. Ræður King eru fullar af vísunum í Biblíuna og sérílagi söguna af Móse og burtförinni úr Egyptalandi, vegna þeirrar samsömunar sem þrælar í Bandaríkjunum fundu við þá sögu. Líkt og Móses leiddi þræla úr Egyptalandi, leiddu þau sem börðust frelsisbaráttu í þrælastríðinu, svarta úr þrældómi og baráttumenn fyrir réttindum þeirra, þá undan aðskilnaðarstefnu. Lokaræða hans heldur áfram með orðunum, ef hinn almáttugi segði við mig „,Martin Luther King, á hvaða öld vildir þú helst lifa?‘ Þá mundi ég fara í huganum til Egyptalands og myndi sjá börn Guðs á frelsisför þeirra úr myrkum dýflissum Egyptalands, eða frekar í gegnum Rauða hafið, í gegnum eyðimörkina og að fyrirheitna landinu.“ Sagan af Móse Sagan af Móse er sú saga sem gengur í gegnum Mósebækurnar, frá þeirri annarri sem hefst með þrælahaldi í Egyptalandi, til þeirrar fimmtu sem endar á Nebófjalli er Móses lítur yfir fyrirheitna landið. Sagan segir frá Móse, sem var settur í tágakörfu af móður sinni og bjargað af prinsessu faraós, og þaðan kemur nafn hans. Móses elst upp við egypsku hirðina og í forréttindablindu í vellystingum sem þjóð hans naut ekki, en þegar hann sér þann órétt sem Egyptar beita þræla sína gerir hann uppreisn, fyrst gegn einum þrælahaldara sem sló hebreskan mann, og síðar með því að ögra sjálfum faraó. Köllun Móse bar til við brennandi runna og röddu sem sagði við hann, „Farðu nú af stað. Ég sendi þig til faraós. Leiddu þjóð mína út úr Egyptalandi.“ Þegar Móses mætir faraó segir hann í nafni Guðs, „Leyfðu þjóð minni að fara“, og það eru orð sem Martin Luther King hafði yfir þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 1964: „Leyfðu þjóð minni að fara“. Þegar faraó neitaði sendi Guð plágur yfir landið, þeirra síðust var sú að „sérhver frumburður í Egyptalandi [myndi] deyja, frá frumburði faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumburðar ambáttarinnar, sem situr við kvörnina, ásamt öllum frumburðum búfjár.“ Þau sem smurðu dyrastafi sínu með blóði lambsins voru óhult, því dauðinn fór framhjá, en þaðan er orðið páskar komið, orðið Pesakh merkir að „fara fram hjá“. Móses leiðir í kjölfarið þjóð sína út úr ánauð og í gegnum Sefhafið, þar sem hafið klofnaði svo þau gátu „gengið á þurru [...] en vatnið stóð eins og veggur þeim til hægri og vinstri handar,“ á meðan vatnið féll „yfir Egypta, hervagna þeirra og riddara“. Þá leiddi Móses þjóð sína í gegnum eyðimörkina, fékk boðorðin tíu á Sínaífjalli, og komst loks á leiðarenda eftir 40 ár í eyðimörkinni. Blessunarorð Móse til þjóðar sinnar þekkja flestir: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.“ Þrælahald og frelsun Boðskapur frelsishreyfingar svartra Vestanhafs, frá þrælastríðinu til Black Lives Matter, hefur verið samofin stefjunum um fátækt og aðstöðumun og það sama á við um Martin Luther King. Í síðustu bók sinni skrifar hann: „Bölvun fátæktar á sér enga réttlætingu á okkar öld. Hún er jafn félagslega grimm og blind og mannát var við dögun okkar siðmenningar, þegar menn átu hvern annan vegna þess að þeir áttu ólært að rækta mat úr jörðu eða veiða úr dýraríkinu. Tíminn er kominn til að við siðvæðumst, með því að brjóta algjörlega og samstundis af okkur hlekki fátæktar.“ Fátækt er enn staðreynd og þrælahald er útbreitt um allan heim. Um 50 milljónir búa við aðstæður sem Sameinuðu Þjóðirnar skilgreina sem þrælahald, börn og konur í meirihluta. Það er auðvelt að eftirláta Móse og Martin Luther King spámannshlutverkið, en þó sögur þeirra lifi áfram nýtur þeirra ekki við í okkar samtíma. Ábyrgðin er nú okkar að berjast gegn fátækt og þrælahaldi, hérlendis sem erlendis, því ef við gerum það ekki mun ekkert breytast. Það hefur sagan kennt okkur. Sagan af Móse er saga af manni sem horfðist í augu við eigin forréttindablindu við egypsku hirðina, reis upp gegn ranglæti og kúgun, bauð voldugasta manni síns samtíma byrginn, og leiddi þjóð sína til frelsis. „Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
„Ég hef komið á fjallstindinn.“ ... „Eins og allir, þrái ég langt líf. Langlífi hefur sinn tíma. En ég er ekki með hugann við það núna. Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið. Ég fæ mögulega ekki að fylgja ykkur þangað. En ég vil að þið vitið í kvöld, að við, sem samfélag, munum ná til fyrirheitna landsins.“ Þessi orð mælti presturinn og baráttumaðurinn fyrir mannréttinum, Dr. Martin Luther King Jr., þann 3. apríl 1968, kvöldið áður en hann var myrtur. Fjallið sem um ræðir er Nebófjall og vísunin er í spámanninn Móse, sem lítur í lok Mósebóka yfir til fyrirheitna landsins, en andast sjálfur áður en þjóðin kemst þangað inn. Ræður King eru fullar af vísunum í Biblíuna og sérílagi söguna af Móse og burtförinni úr Egyptalandi, vegna þeirrar samsömunar sem þrælar í Bandaríkjunum fundu við þá sögu. Líkt og Móses leiddi þræla úr Egyptalandi, leiddu þau sem börðust frelsisbaráttu í þrælastríðinu, svarta úr þrældómi og baráttumenn fyrir réttindum þeirra, þá undan aðskilnaðarstefnu. Lokaræða hans heldur áfram með orðunum, ef hinn almáttugi segði við mig „,Martin Luther King, á hvaða öld vildir þú helst lifa?‘ Þá mundi ég fara í huganum til Egyptalands og myndi sjá börn Guðs á frelsisför þeirra úr myrkum dýflissum Egyptalands, eða frekar í gegnum Rauða hafið, í gegnum eyðimörkina og að fyrirheitna landinu.“ Sagan af Móse Sagan af Móse er sú saga sem gengur í gegnum Mósebækurnar, frá þeirri annarri sem hefst með þrælahaldi í Egyptalandi, til þeirrar fimmtu sem endar á Nebófjalli er Móses lítur yfir fyrirheitna landið. Sagan segir frá Móse, sem var settur í tágakörfu af móður sinni og bjargað af prinsessu faraós, og þaðan kemur nafn hans. Móses elst upp við egypsku hirðina og í forréttindablindu í vellystingum sem þjóð hans naut ekki, en þegar hann sér þann órétt sem Egyptar beita þræla sína gerir hann uppreisn, fyrst gegn einum þrælahaldara sem sló hebreskan mann, og síðar með því að ögra sjálfum faraó. Köllun Móse bar til við brennandi runna og röddu sem sagði við hann, „Farðu nú af stað. Ég sendi þig til faraós. Leiddu þjóð mína út úr Egyptalandi.“ Þegar Móses mætir faraó segir hann í nafni Guðs, „Leyfðu þjóð minni að fara“, og það eru orð sem Martin Luther King hafði yfir þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 1964: „Leyfðu þjóð minni að fara“. Þegar faraó neitaði sendi Guð plágur yfir landið, þeirra síðust var sú að „sérhver frumburður í Egyptalandi [myndi] deyja, frá frumburði faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumburðar ambáttarinnar, sem situr við kvörnina, ásamt öllum frumburðum búfjár.“ Þau sem smurðu dyrastafi sínu með blóði lambsins voru óhult, því dauðinn fór framhjá, en þaðan er orðið páskar komið, orðið Pesakh merkir að „fara fram hjá“. Móses leiðir í kjölfarið þjóð sína út úr ánauð og í gegnum Sefhafið, þar sem hafið klofnaði svo þau gátu „gengið á þurru [...] en vatnið stóð eins og veggur þeim til hægri og vinstri handar,“ á meðan vatnið féll „yfir Egypta, hervagna þeirra og riddara“. Þá leiddi Móses þjóð sína í gegnum eyðimörkina, fékk boðorðin tíu á Sínaífjalli, og komst loks á leiðarenda eftir 40 ár í eyðimörkinni. Blessunarorð Móse til þjóðar sinnar þekkja flestir: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.“ Þrælahald og frelsun Boðskapur frelsishreyfingar svartra Vestanhafs, frá þrælastríðinu til Black Lives Matter, hefur verið samofin stefjunum um fátækt og aðstöðumun og það sama á við um Martin Luther King. Í síðustu bók sinni skrifar hann: „Bölvun fátæktar á sér enga réttlætingu á okkar öld. Hún er jafn félagslega grimm og blind og mannát var við dögun okkar siðmenningar, þegar menn átu hvern annan vegna þess að þeir áttu ólært að rækta mat úr jörðu eða veiða úr dýraríkinu. Tíminn er kominn til að við siðvæðumst, með því að brjóta algjörlega og samstundis af okkur hlekki fátæktar.“ Fátækt er enn staðreynd og þrælahald er útbreitt um allan heim. Um 50 milljónir búa við aðstæður sem Sameinuðu Þjóðirnar skilgreina sem þrælahald, börn og konur í meirihluta. Það er auðvelt að eftirláta Móse og Martin Luther King spámannshlutverkið, en þó sögur þeirra lifi áfram nýtur þeirra ekki við í okkar samtíma. Ábyrgðin er nú okkar að berjast gegn fátækt og þrælahaldi, hérlendis sem erlendis, því ef við gerum það ekki mun ekkert breytast. Það hefur sagan kennt okkur. Sagan af Móse er saga af manni sem horfðist í augu við eigin forréttindablindu við egypsku hirðina, reis upp gegn ranglæti og kúgun, bauð voldugasta manni síns samtíma byrginn, og leiddi þjóð sína til frelsis. „Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun