Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 17:49 Gukesh Dommaraju náði að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að vera með svart í lokaskákinni. Getty/Andrzej Iwanczuk Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Skák Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira
Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024
Skák Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira