Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 20:46 Sögulega margir leituðu á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa í síðustu viku. Vísir Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira